4 Ágúst 2021 09:24

Rannsókn á viðhorfum landsmanna til þjónustu og starfa lögreglu var framkvæmd af Félagsvísindastofnun á vormánuðum. Könnun var lögð fyrir um 4.000 landsmenn á aldrinum 18-90 ára og var svarhlutfall 52%.

Stuðningur við aðgerðir lögreglu vegna COVID 19: Þátttakendur voru m.a. spurðir um skoðun sína á aðgerðum lögreglu við að framfylgja reglum og takmörkunum vegna COVID-19 en þessi spurning var einnig lögð fyrir vorið 2020. Sjá má að þegar horft er til alls landsins þá studdi mikill meirihluti landsmanna aðgerðir lögreglu vegna COVID-19 heilshugar, eða 81% í könnun 2021, en hlutfallið var 89% árið 2020. Þá taldi mjög lítill hluti, eða 4% landsmanna, að aðgerðir lögreglu vegna Covid-19 væru of harkalegar.

 

Mynd bls. 9 í skýrslunni.

Í könnuninni var einnig spurt um viðhorf til þjónustu og starfa lögreglu, traust, aðgengi að lögreglu, sýnileika o.fl.

Nánar um könnun: Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóðu fyrir könnuninni. Könnunin, sem var netkönnun, var lögð fyrir í maí fram til júní og var úrtakið 4.000 landsmenn á aldrinum 18-90 ára. Svarhlutfall var 52%. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri, búsetu og menntun. Þetta var gert til að  úrtakið endurspegli þýði Íslendinga sem best. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands lagði könnunina fyrir og vann úr niðurstöðum.

Skýrsluna í heild sinni fyrir allt landið má nálgast hér.

Skýrsla þar sem gögn eru greind sérstaklega fyrir höfuðborgarsvæðið má nálgast hér.