30 Apríl 2011 12:00

Lögreglan varar við fíkniefnum sem nú kunna að vera á markaði hérlendis. Um er að ræða blandað metamfetamín sem inniheldur svokallað PMMA og er mjög eitrað en lögreglan í Borgarnesi fann samskonar efni við leit í bíl á dögunum. Vitað er um dauðsföll tengd þessu efni víða um heim og í Noregi létust sex ungmenni af þessum völdum í vetur. Eins og fram hefur komið lést ung kona í íbúð í Reykjavík fyrr í dag en ekki er hægt að útiloka að þetta kunni að tengjast.