29 Janúar 2023 14:40

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs þegar kemur fram á morgundaginn.  Búist er við hvössum vindi og vindhviðum og má búast við að færð spillist því flest bendir til að töluverð snjókoma fylgi, a.m.k. sumstaðar á Suðurlandinu.    Vegagerðin hefur einnig varað við því að færð muni spillast.

Vandinn  að þessu sinni er að búast má við að fjöldi ferðamanna fari af stað í fyrramálið í sæmilegu veðri en sitji uppi með að komast ekki heim að kvöldi.  Því viljum við biðja starfsfólk í ferðaþjónustu að vera duglegt að upplýsa gesti sína um veðurspá og hvetja þá til að fylgjast vel með eða haga ferðaplönum sínum í samræmi við veðurspá.