26 Júní 2003 12:00
Í tilefni lögregludagsins þann 26. apríl síðastliðinn var haldin myndasamkeppni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Þátttaka var mjög góð og bárust meira en 800 myndir í keppnina. Myndirnar voru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar og kunnum við börnunum bestu þakkir fyrir.
Nú hafa verið valdar u.þ.b. 80 myndir til að prýða sýningu sem sett hefur verið upp á Hlemmtorgi og í anddyri lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Sýningin er öllum opin og mun hún standa fram eftir sumri.
Ákveðið var að verðlauna bestu mynd í hverjum árgangi og hefur vinningshöfum verið send tilkynning þess efnis. Formleg athöfn þar sem veittar verða viðurkenningar fyrir bestu myndirnar verður haldin seinni partinn í ágúst og þá verða myndirnar birtar á heimasíðu embættisins. Vinningshafar eru:
Valdimar Friðrik JónatanssonSmári Nikulás GuðmundssonAuður EgilsdóttirRebekka Sif SamúelsdóttirAnna SigurðardóttirHólmfríður HannesdóttirÁrni Alexander BaldvinssonLilja Sóley Hauksdóttir
Við þökkum þeim kærlega fyrir þáttökuna!
Í þessari frétt hafa verið settar inn myndir af gestum sem komu á lögreglustöðina, en þar var ýmislegt til sýnis bæði til fróðleiks og skemmtunar. Má þar nefna að ýmsar deildir voru með sérstaka kynningu á starfseminni, eins og rannsóknardeildir, umferðardeild og forvarna- og fræðsludeild. Gestir gátu skoðað fangageymslurnar sem vöktu áhuga margra. Lúlli löggubangsi heilsaði gestum og gangandi og vakti mikla lukku hjá börnunum, lögreglubílar, lögregluhjól og ýmis útbúnaður var til sýnis. Auk þess sem 406 myndir voru teknar af börnum á lögreglumótorhjóli af Hans Petersen hf og hægt er að nálgast þær í verslun fyrirtækisins að Laugavegi 178.
Einnig er vakin athygli á bæklingi sem útbúinn var til að dreifa til gesta og gangandi með nokkrum mikilvægum atriðum sem ferðamenn sumarsins ættu að hafa í huga fyrir og í fríinu. Hægt er að nálgast þennan bækling hér.