9 Mars 2007 12:00

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild eftir vinnuslys í Sorpu í Gufunesi rétt eftir hádegi í dag. Verið var að færa sýningarbás til eyðingar þegar óhappið varð. Básinn kom með flutningabíl og átti lyftari að taka hann úr bílnum. Svo illa vildi til að básinn datt af lyftaranum í miðju verki og lenti á fæti mannsins. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin voru.

Skömmu síðar var óskað eftir aðstoð lögreglu á byggingarsvæði í Kópavogi. Þar hafði karlmaður á svipuðum aldri slasast í vinnuvél. Honum var komið undir læknishendur en meiðslin reyndust minniháttar.