9 Apríl 2019 15:37

Undanfarið hefur lögreglan verið við hraðamælingar víða í umdæminu og ástandið verið misjafnt eins og við mátti búast. Brotahlutfallið á stofnbrautum er sýnilega mjög lágt og má benda á Hringbraut (við Njarðargötu) og Sæbraut (við Langholtsveg) í því samhengi. Utan þeirra eru hins vegar dæmi um götur þar sem meira en fjórðungur ökumanna ók of hratt, t.d. Vefarastræti og Sundlaugavegur. Ástandið á Vesturgötu (Hafnarfirði), Hringbraut (Hafnarfirði) og Seljabraut var svo enn verra, en þar ók meira en þriðjungur ökumanna of hratt, þ.e. yfir leyfðan hámarkshraða. Eftirlit lögreglunnar með hraðakstri heldur áfram og verður aukið frekar en hitt. Ökumenn eru minntir á að virða reglur um hámarkshraða, en með því auka þeir öryggi allra vegfarenda.