27 September 2020 11:19

Afskipti voru höfð af þremur, erlendum ferðamönnum á veitingahúsi í miðborginni í gærkvöld. Ferðamennirnir voru nýkomnir til landsins og áttu að vera í sóttkví. Fólkið var handtekið og fært á lögreglustöð til skýrslutöku, en lögregla var áður búin að hafa afskipti af því þar sem tilkynnt var um brot á sóttkví. Ferðamennirnir munu eiga flug frá landinu á morgun. Lögreglan þarf að hafa umtalsverðan viðbúnað við afskipti af fólki sem brýtur sóttkví til að tryggja öryggi okkar fólks sem fer í svona útköll, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem tekin var á vettvangi í gærkvöld, þegar ferðamennirnir voru handteknir. Það er grafalvarlegt mál að brjóta sóttkví – því með þannig óábyrgri hegðun er lífi og öryggi annarra stefnt í hættu.