19 Mars 2015 18:52
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk góða gesti í heimsókn á dögunum en þar voru á ferð sjónvarpsfólkið úr hinum frábæru þáttum Með okkar augum. Tilgangurinn var að kynna samstarfsverkefnið Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana, en að því standa Vinnumálastofnun, Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp. Verkefnið miðar að því að skapa störf fyrir atvinnuleitendur með skerta starfsgetu. Tákn samstarfsverkefnisins, eða hvatningargripur, er handbrotinn fugl úr origami pappír, en við honum tóku Sigríður Björk lögreglustjóri og Alda Hrönn aðstoðarlögreglustjóri.