23 Júní 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað á Sæbraut á móts við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpuna síðdegis fimmtudaginn 9. júní síðastliðinn. Á þessum tíma voru umferðartafir þar sem farmur hafði fallið af bifreið og lokað akreinum til austurs. Lögregla stjórnaði umferð sem var hleypt til austurs á einni akrein. Þar varð umferðaróhapp er rauðleitri Toyota Corolla station bifreið og hvítri Scania vörubifreið lenti saman. Ökumönnum bifreiðanna ber ekki saman um málsatvik og því er lýst eftir vitnum að óhappinu. Þeir sem geta varpað ljósi á málið eru beðnir að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000.