22 Nóvember 2003 12:00

Klukkan 05:09 í morgun barst lögreglu tilkynning um vopnað rán í verslun 10/11 við Staðarberg í Hafnarfirði. Ræningjans, sem kom einn inn í verslunina vopnaður hnífi, er nú leitað. Fjárhæðin sem rænt var er óveruleg. Allir þeir er telja sig geta gefið lögreglu upplýsingar er tengjast máli þessu, eru beðnir um að hafa samband í síma 525 3300