10 Apríl 2003 12:00

Rannsókn lögreglunnar í Hafnarfirði á vopnuðu ráni sem framið var í Sparisjóði Hafnarfjarðar, Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, þriðjudaginn 1. apríl síðastliðinn, er nú að mestu lokið. Nítján ára gömlum pilti sem verið hefur í haldi lögreglu frá því föstudaginn 4. apríl, grunuðum um verknaðinn, hefur verið sleppt. Hann hefur játað brotið og vísað lögreglu á talsverðan hluta ránsfengsins. Hluta fengsins hafði verið eytt.