1 Apríl 2003 12:00

Klukkan 09:42 barst lögreglu tilkynning frá Sparisjóði Hafnarfjarðar um vopnað rán í útibú bankans að Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði. Lögregla var komin á staðinn u.þ.b. tveimur mínútum síðar en þá var ránið afstaðið og gerandinn, ungur maður á milli tvítugs og þrítugs að talið er, horfinn á brott. Hann hafði hulið andlit sitt. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hversu miklu hann náði af peningum.

Manninum var lýst sem lágvöxnum, u.þ.b. 170 sm á hæð, klæddur ljósri hettupeysu og dökkum buxum. Þá bar hann brúnan bakpoka á bakinu. Eftir ránið hljóp hann í átt að Stakkahrauni en hvarf þá sjónum.

Rannsókn málsins stendur yfir en lögregla biður alla þá er upplýsingar geta gefið um grunsamlegar mannaferðir á þessum tíma að hafa samband í síma 525 3300.