Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Löggæslusvið

Hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru starfræktar fjórar lögreglustöðvar sem dreifast yfir allt starfsvæðið. Markmiðið með stöðvunum er að færa lögreglu eins nálægt sínu nær umhverfi og kostur er. Með því að hafa lögreglumenn í vinnu á starfsstöð sem á sitt vaktsvæði skapast góð þekking á umhverfi og aðstæðum.

Á hverri lögreglustöð er útkallsvakt  og rannsóknardeild.

Útkallsvakt er sólarhringsvakt allt árið og það köllum við almennt svið. Þetta eru þeir lögreglumenn sem eru í einkennisbúning og eru á merktum lögreglubifreiðum. Þeir sinna eftirliti í sínu hverfi og eru fyrstir í öll útköll. Þegar óskað eftir aðstoð lögreglu í gegn um neyðarnúmer 112 þá eru það langoftast þessir lögreglumenn sem eru sendir í útkallið.

Rannsóknarsvið er einnig á hverri stöð. Þar eru rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka brot á starfsvæðinu. Þeir hafa góða yfirsýn yfir sitt svæði og flest mál eru kláruð hjá þessum sviðum. Þau geta verið margvísleg, innbrot, hnupl mál, búðarþjófnaðir, líkamsárásir og heimilisofbeldi eru meðal þessara verkefna.

Náið samstarf er á milli lögreglustöðvanna og annara opinberra aðila á hverju starfsvæði. Persónuleg tengsl eru á milli lögreglumanna og annara sem eru að vinna á svipuðu starfssviði, eins og félagsþjónustu og barnaverndar.

Hægt er að ná sambandi við allar lögreglustöðvarnar í gegnum síma 444 1000 eða með því að senda tölvupóst í gegn um abending@lrh.is

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

UPPFÆRT:
Hópakstur Sniglanna hefur nú farið um gatnamót Hringbrautar og Vatnsmýrarvegar og því er umferðin þar aftur með eðlilegum hætti.
Lögreglan þakkar ökumönnum fyrir tillitssemi vegna þessa.
-------------------------------------------------------------------------

Viðburðir dagsins munu hafa töluverð áhrif á vegfarendur á miðborgarsvæðinu og í vesturbænum, en upplýsingar um þá er að finna á síðum Reykjavíkurborgar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nefnir sérstaklega hópakstur Sniglanna, sem fer frá Grandagarði kl. 12. Þaðan liggur leiðin um Mýrargötu, Geirsgötu, Lækjargötu, Fríkirkjuveg, Sóleyjargötu, Gömlu Hringbraut, Vatnsmýrarveg, Hlíðarfót og Nauthólsveg, en aksturinn endar við Háskólann í Reykjavík. Vegna þessa verða tafir fyrir aðra vegfarendur á umræddri leið, en sérstök athygli er vakin á töfum sem verða á gatnamótum Hringbrautar við Vatnsmýrarveg og Hlíðarfót núna í hádeginu á meðan hópaksturinn fer yfir gatnamótin. Þar má búast við talsverðum töfum og kannski betra fyrir aðra þá sem málið varðar að flýta/seinka för eða velja sér mögulega aðra leið að þessu sinni. Gera má ráð fyrir að umrædd hópkeyrsla standi yfir í allt að klukkustund, þ.e. frá Grandagarði að Háskólanum í Reykjavík.
... Sjá meiraSjá minna

UPPFÆRSLA : Aðgerðum á Reykjanesbraut er lokið og lokunum hefur verið aflétt. Umferðarhraði er því kominn í eðlilegt horf.

_____________

Umferðin gengur nú hægar en venjulega á Reykjanesbraut í Garðabæ, en þar kviknaði eldur í tengivangi bifreiðar á þriðja tímanum í dag, á móts við IKEA. Af þeim sökum er aðeins önnur akreinin opin til vesturs (að Hafnarfirði) og verður svo eitthvað áfram.

Ökumenn eru vinsamlegast beðnir um að sýna tillitssemi vegna þessa.
... Sjá meiraSjá minna

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 27. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn, sem hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, var handtekinn í austurborginni á sunnudagskvöld eftir að bifreið hans var veitt eftirför. Þar ók maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, um Langholtshverfið og víðar og skeytti lítt um aðra vegfarendur, en mildi þykir að enginn slasaðist. Bifreið mannsins var ekið mjög ógætilega, m.a. yfir leyfðan hámarkshraða, gegn rauðu ljósi, gegn einstefnu og bæði á gangstétt og göngustíg svo eitthvað sé nefnt. ... Sjá meiraSjá minna

3 CommentsComment on Facebook

Það er ákveðinn hópur hér í borg sem fyrir lifandis langa löngu ætti að þurfa einhvernveginn að taka afleiðingum þess að hafa stolið hér fyrir einhverja tugi milljóna. Allt frá reiðhjólum og upp í bíla og allt þar á milli. Maður sér þau aftur og aftur árum saman marg ítrekað með þýfi. Sem þau veifa svo áhyggjulaus framan í starfsólk þeirra úrræða sem eru í boði fyrir þau. Gistiskýlin, Konukot ofl í þeim dúr. Yfirgengilega fáránlegt ástand.

En ekki Grímur Grímson? Dagsdaglegur hriðjuverka maður til margra ára! Svo sagði Jón Lárus Helgason, En hann var Kanski bara með kjaftasögu og laug því? En hann var drepinn síðastliðin seftember! Þannig ekki hafa neinar áhyggjur af röngum grunsemdum frá mér! 🤓

Og refsingin er ?

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram