Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Jafnlaunastefna LRH

Jafnlaunastefna Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kveður á um markmið og aðgerðir til að tryggja að allt starfsfólk njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf svo sem kveðið er á um í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og öðrum lögum er snúa að launajafnrétti.

Jafnlaunakerfi embættisins er í samræmi við kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85 og nær til alls starfsfólks embættisins.

 

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu skuldbindur sig til að:

Innleiða, skjalfesta og viðhalda jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur jafnlaunastaðalsins.

Fylgja viðeigandi lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma.

Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman sömu eða jafnverðmæt störf til að ganga úr skugga um hvort kynbundinn launamunur sé til staðar.

Kynna starfsfólki niðurstöður launagreiningar hvað varðar kynbundinn launamun.

Bregðast við frábrigðum með stöðugum umbótum og eftirliti.

Gera innri úttekt og halda rýni yfirstjórnar árlega.

Birta stefnuna á innri vef og kynna hana öllu starfsfólki.

Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu lögreglunnar.

 

LRH hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks ásamt jafnréttisáætlun og byggir jafnlaunastefna embættisins á henni. Tilgangur jafnlaunakerfisins er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna hjá embættinu. Markmiðið er að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Með jafnréttisáætluninni eru stjórnendur og annað starfsfólk jafnframt minnt á mikilvægi þess að öll fái notið sín án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, kynhneigðar, aldurs og stöðu að öðru leiti og að nýta beri til jafns þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og viðhorfum kvenna og karla.

 

Kynjunum skulu greidd jöfn laun og þau njóta sömu kjara fyrir jafnverðmæt eða sambærileg störf sem og hvers konar frekari þóknana. Einnig skulu þau njóta sömu kjara hvað varðar hver önnur starfskjör eða réttindi sem metin verða til fjár í samræmi við gildandi kjara- og stofnanasamninga. Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við þau lög og reglugerðir sem fjalla um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem og aðra mismunun og er hluti af launastefnu embættisins.

 

Jafnlaunakerfið skal rýnt árlega og taka stöðugum umbótum. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar. Stjórnendur skulu einnig skuldbinda sig til að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við óútskýrðum launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.

Jafnlaunastefnan er yfirfarin reglulega en heildarendurskoðun fer fram samhliða endurskoðun jafnréttisáætlunar.

Samþykkt af yfirstjórn LRH þann 20.október 2022.

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Þriðji þátturinn af Á VETTVANGI er farinn í loftið, en í honum er sjónum beint að fjárkúgunum með kynferðislegu myndefni, sem hefur aukist uppá síðkastið. Í þættinum gefa starfsmenn kynferðisbrotadeildar ráð til foreldra og barna um hætturnar sem leynast á netinu og hvernig brotaþolar eigi að bregðast við ef verið er að kúga fé út úr þeim. Við hvetjum foreldra, og jafnvel börnin, til að hlusta á þáttinn og ræða saman um efnið.

Hlaðvarpsþáttaröðin Á VETTVANGI er unnin af fjölmiðlamanninum Jóhannesi Kr. Kristjánssyni, sem hefur fylgst með störfum kynferðisbrotadeildarinnar undanfarna mánuði.
... Sjá meiraSjá minna

Sumarið er tími framkvæmda, en nú þegar má sjá dugmikla vinnuflokka að störfum víða á höfuðborgarsvæðinu að sinna viðhaldi gatna. Í dag, miðvikudag, eru fyrirhugaðar þesskonar framkvæmdir á nokkrum stöðum og eru vegfarendur beðnir um fara varlega við vinnusvæðin og virða merkingar. Þetta á m.a. við um Víkurveg í Grafarvogi, en þar verður veginum lokað til norðurs á milli Hallsvegar og Borgavegar. Í vesturborginni er enn fremur ráðgert að fræsa bæði á Furumel, milli Hagamels og Neshaga, og í Frostaskjóli. ... Sjá meiraSjá minna

Sumarið er tími framkvæmda, en nú þegar má sjá dugmikla vinnuflokka að störfum víða á höfuðborgarsvæðinu að sinna viðhaldi gatna. Í dag, miðvikudag, eru fyrirhugaðar þesskonar framkvæmdir á nokkrum stöðum og eru vegfarendur beðnir um fara varlega við vinnusvæðin og virða merkingar. Þetta á m.a. við um Víkurveg í Grafarvogi, en þar verður veginum lokað til norðurs á milli Hallsvegar og Borgavegar. Í vesturborginni er enn fremur ráðgert að fræsa bæði á Furumel, milli Hagamels og Neshaga, og í Frostaskjóli.

3 CommentsComment on Facebook

What do you use for heating?

Flott enn ég et með spurnigu til ykkar afkverju er aldrei hamarshrað hækkaður upp á vinnusvæði að vinnudegi loknum var mikið var við þetta a kjalnesinu þegar það stód yfir. Hættir rett eftir had a föstudogum tildæmis ?

Ég varð vitni í dag að keirt var á kisu. við búðina Rangá niður við langholtsveg. kötturinn var stórslasaður. ég leitað aðstoðar 112. klukkan 16:35 í dag sem sendir mig áfram á lögregluna þar svarar kona. Sem benti mer á að hún gæti ekkert gert og ég æti bara leita eithvað annað. greinilega ekki rétt fram koma hjá heni. því þið hefðuð átt að veita aðstoð dýri í neið. ef það var svona mikið að gera í Hagkaup í skeifuni.(í að elta samloku þjófa) þá hefðu þið átt að visa mer á Dýraþjónustu Reykjavikur. (Netfang: dyr@reykjavik.is Sími: 822 7820) Nei það var ekki gert enn nú vitið þið betur og eigið að vita betur. kötturin þjáðist í ca 15 minutur þar til hann drapst. þið fáið stóran mínus fyrir röng viðbrögð þarna . Kveðja Guðmundur

Sýnum tillitssemi, alltaf og alls staðar. ... Sjá meiraSjá minna

2 CommentsComment on Facebook

Ég varð vitni í dag að keirt var á kisu. við búðina Rangá niður við langholtsveg. kötturinn var stórslasaður. ég leitað aðstoðar 112. klukkan 16:35 í dag sem sendir mig áfram á lögregluna þar svarar kona. Sem benti mer á að hún gæti ekkert gert og ég æti bara leita eithvað annað. greinilega ekki rétt fram koma hjá heni. því þið hefðuð átt að veita aðstoð dýri í neið. ef það var svona mikið að gera í Hagkaup í skeifuni.(í að elta samloku þjófa) þá hefðu þið átt að visa mer á Dýraþjónustu Reykjavikur. (Netfang: dyr@reykjavik.is Sími: 822 7820) Nei það var ekki gert enn nú vitið þið betur og eigið að vita betur. kötturin þjáðist í ca 15 minutur þar til hann drapst. þið fáið stóran mínus fyrir röng viðbrögð þarna . Kveðja Guðmundur

Takk fyrir þessa áminningu. Sýnum tillitssemi

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram