Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Jafnréttisáætlun 2022-2025

Jafnréttisáætlun Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu (LRH) byggir á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018.

Jafnréttisáætlun LRH gildir til þriggja ára í senn.

 

Leiðarljós
Embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði starfsfólks er virt í hvívetna. Allt starfsfólk hefur jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þroska hæfileika sína.

 

Markmið
Markmið jafnréttisáætlunar LRH er að koma á og viðhalda jafnrétti meðal starfsfólks, jafna stöðu og virðingu þess innan LRH og auka meðvitund stjórnenda og starfsfólks um mikilvægi þess að öll fái að njóta sín óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, samfélagsstöðu, trúarbrögðum, uppruna eða litarhætti.

Áhersla er lögð á:

  1. 1. Að vinna að sem jöfnustu kynjahlutfalli í hópi starfsfólks LRH
  2. 2. Að starfsfólk LRH njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf
  3. 3. Að laus störf og framgangur í starfi standi öllu starfsfólki LRH til boða
  4. 4. Að starfsþjálfun og endur- og símenntun standi öllu starfsfólki LRH til boða
  5. 5. Að auðvelda starfsfólki LRH að samræma vinnu og einkalíf
  6. 6. Að kynbundin eða kynferðisleg áreitni og ofbeldi er ekki liðið hjá LRH

 

Skipulag og ábyrgð
Lögreglustjóri ber ábyrgð á framgangi jafnréttismála innan embættisins.

Jafnréttisáætlun er yfirfarin í heild á þriggja ára fresti. Á hverju ári er farið yfir markmið jafnréttisáætlunar með stjórnendum og stöðu mála í samræmi við árangursmælikvarða í tengslum við rýni æðstu stjórnenda á árangur jafnlaunakerfisins, þ.e. hvort kerfið sé fullnægjandi og virkt.

 

Jafnréttisfulltrúar LRH
Lögreglustjóri skipar jafnréttisfulltrúa LRH til þriggja ára í senn og tryggir viðkomandi einstaklingum svigrúm til að sinna verkefnum sínum. Jafnréttisfulltrúar vinna að jafnréttismálum innan LRH og eru starfsfólki LRH og tengdum aðilum, s.s. jafnréttisfulltrúa lögreglunnar hjá RLS og jafnréttisnefnd lögreglunnar, til aðstoðar og ráðgjafar.

Jafnréttisfulltrúar LRH 2022-2025 eru:

• Agnes Ósk Marzellíusardóttir, rannsóknarlögreglumaður
• Stefán Elí Gunnarsson, lögreglumaður

 

Aðgerðaráætlun

1. Að vinna að sem jöfnustu kynjahlutfalli í hópi starfsfólks LRH
Í árslok 2021 var hlutfall kvenna rúmlega 34% meðal lögreglumanna og rúmlega 65% meðal borgaralegra starfsmanna hjá LRH en lögreglumenn eru 77% starfsfólks. Hlutfall kvenna meðal lögreglumanna lækkar eftir því sem ofar dregur í starfstigum. Kynjahlutföll í yfirstjórn LRH eru 45% konur og 55% karlar.

2. Að starfsfólk LRH njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf

3. Að laus störf og framgangur í starfi standi öllu starfsfólki LRH til boða


4. Að starfsþjálfun og endur- og símenntun standi öllu starfsfólki LRH til boða


5. Að auðvelda starfsfólki LRH að samræma vinnu og einkalíf


6. Að kynbundin eða kynferðisleg áreitni og kynbundið ofbeldi er ekki liðið hjá LRH

Tilkynna brot

Smelltu hér til að tilkynna brot
eða sækja um leyfi.
Nánar

112 Neyðarnúmer

Þarft þú aðstoð lögreglu – hringdu þá í 112
112

Hafðu samband

Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.

Tilkynna brot

Hér er hægt að tilkynna brot rafrænt

Áfram

Leyfi

Hér er hægt að sækja um leyfi rafrænt

Áfram

Kærumóttaka

Óska eftir tíma í kærumóttöku

Ósk um tíma

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Á Facebook

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

Góða helgi, öllsömul.

Vonandi verður sem minnst að gera á vaktinni hjá okkur - það er langbest fyrir alla.
... Sjá meiraSjá minna

Góða helgi, öllsömul.

Vonandi verður sem minnst að gera á vaktinni hjá okkur - það er langbest fyrir alla.

17 CommentsComment on Facebook

sammála. Það eru þrjár stéttir sem ég vona alltaf að hafi ekkert að gera á vaktinni. Lögreglan, slökkviðliði og Sjúkrafluttningamenn. Eigið góða helgi.

I think the same way when I work on a construction site

Happy 😊 weekend

Happy weekend. Stay safe Officers 👮‍♀️👮

Letingarnir segja: "Vonandi verður sem minnst að gera á vaktinni hjá okkur." Þó maður fari ekki oft inn í höfuðborg Íslands, er alveg ljóst að löggan verður ekki á vegi manns. Þeir eru víst alltaf í kaffi og kleinuhring. Einhver afsakaði lögguna og sagði hana svo undirmannaða að þeir gætu ekki verið á vegum og götum. Þeir væru upppteknir annarsstaðar. Ég sagði það, í kaffi. Ég fer til Reykjavíkur að jafnaði 1x í viku. Ég sé aldrei lögregluna, hvorki gangandi né akandi. Ég sá þó löggubíl einn daginn lagt í blátt stæði fatlaðra. Ég hef réttindi til að leggja í blátt stæði, en þann daginn var stæðið upptekið af latri löggu sem gat ekki gengið 6 metrum lengra.

View more comments

Undanfarna mánuði hefur fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgst með störfum kynferðisbrotadeildarinnar, en afraksturinn er að finna í hlaðvarpsþáttaröðinni Á VETTVANGI. Óhætt er að segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli og var hlustunin eftir því. Núna hefur annar þátturinn líka farið í loftið og því er áhugasömum, sem vilja fræðast um starfsemi kynferðisbrotadeildarinnar, einnig bent á hann. ... Sjá meiraSjá minna

5 CommentsComment on Facebook

Þátturinn er aðgengilegum áskrifendum Heimildarinnar: heimildin.is/spila/822/

Mikilvægt að fólk fái innsýn í starfið. Mjög gott!

Magnaðir þættir og fróðlegir.

Eru löggunar að gera eitthvað við þetta td barnaníðingur.

View more comments

Karlmaður um fertugt var í gær í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. maí að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í fyrradag í þágu rannsóknar lögreglu á innbroti og þjófnaði á fjármunum úr verðmætaflutningabifreið í Hamraborg í Kópavogi fyrir rúmum fimm vikum. ... Sjá meiraSjá minna

1 CommentComment on Facebook

Afram Island gott að vita

Fleiri færslur

LÖGREGLAN Á Instagram