Hraðakstur á Kringlumýrarbraut í Reykjavík
Brot 246 ökumanna voru mynduð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut í suðurátt, á milli Miklubrautar og …
Ef erindið er ekki brýnt sendu okkur tölvupóst í gegnum formið eða hringja í síma 444 1000 Lögreglan minnir einnig á fíkniefnasímann 800 5005.
Brot 246 ökumanna voru mynduð á Kringlumýrarbraut í Reykjavík í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut í suðurátt, á milli Miklubrautar og …
Brot 115 ökumanna voru mynduð á Miklubraut í Reykjavík frá mánudeginum 30. júní til mánudagsins 7. júlí. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Miklubraut …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kg af kókaíni, fjögur kg af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleitir …
Starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er fjölþætt og skiptist í tvö megin svið; Löggæslusvið og Rannsóknar og ákærusvið. Undir þessum sviðum er svo frekari skipting.
Sími Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er 444 1000 og hægt er að hafa samband í gegn um abending@lrh.is
Opið er frá kl. 8-15 alla virka daga í móttöku/afgreiðslu lögreglustöðvanna á Flatahrauni 11 í Hafnarfirði, Dalvegi 18 í Kópavogi og á Vínlandsleið 2-4 í Reykjavík.
Opið er frá kl. 8.15-16 í móttöku/afgreiðslu þjónustudeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hverfisgötu 115 í Reykjavík, nema föstudaga þegar opið er 8:15-12.
Óskilamunadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu staðsett á Vínlandsleið 2-4.
Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 13 – 15.30, lokað er á föstudögum. Tilkynningar um týnda muni á höfuðborgarsvæðinu má senda á netfangið: oskilamunir@lrh.is eða lostandfound@lrh.is
Ef þú þarft skjóta aðstoð lögreglu hringdu í 112
Konan sem lýst var eftir í gærkvöld er komin í leitirnar.
Lögreglan þakkar fyrir veitta aðstoð.
... Sjá meiraSjá minna
1 CommentComment on Facebook
Myndavélabíll lögreglunnar var við hraðamælingar í gær við framkvæmdasvæði hjá Kringlumýrarbraut í Reykjavík, eða á vegarkaflanum á milli Háaleitisbrautar og Miklubrautar á móts við Bólstaðarhlíð, en þar eru menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautinni. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Kringlumýrarbraut til suðurs í eina klukkustund, rétt eftir hádegi, og var brotahlutfallið 38%. Fimm óku á vel yfir 60 og þrír á meira en 70, en allir átta ökumennirnir eiga yfir höfði sér sviptingu ökuréttinda, auk sektar. Eftir vöktunina eiga alls 246 ökumenn von á sekt, en meðalhraði hinna brotlegu var 48. Þarna er núna 30 hámarkshraði vegna framkvæmdanna og ætti það að vera ökumönnum augljóst enda merkingar um það bæði skýrar og greinilegar.
Þess má geta að lögreglan var við hraðamælingar á þessum stað í síðustu viku og þá var niðurstaðan á svipuðum nótum.
... Sjá meiraSjá minna
44 CommentsComment on Facebook
Mér finnst myndavélabíll vera á veiðum... það er ekki löggæsla, lögreglan á að vera sýnileg ekki að liggja í leyni að smala peningum.
Er ekki alltof harkalegt að taka ökuréttindi af fólki sem er þó ekki á meiri hraða en 60km hraða? Er ekki nóg að bíta í þessa "ökuníðinga" með því að sekta vel? Góða sektir ættu að vera nóg til að fá fólk til að hugsa sinn gang en ökuleyfissvipting finnst mér óþörf í ofanálag.
Það er greinilega ekki nógu vel merkt ef þið náið að sekta 246 ökumenn eftir eina vakt, hvað þá samanlagðar vaktir ykkar á þessu svæði. Ef þið í alvöru teljið hraðaakstur yfir 30km hættulegan þarna þá er þörf fyrir aðrar aðgerðir til að hægja á og stýra umferð, annað en að sitja hjá og sekta alla þá 246 (bara í dag btw!) sem hundsa þessar "skýrar og greinilegar" merkingar og vona það besta. Ef það verður slys út af hraðaakstri, hvað þá? Teljið þið að núverandi aðgerðir eru fullnægjandi til að fullvissa um öryggi þeirra sem vinna þarna? Kannski er öryggið tryggt þegar 247undasti ökumaðurinn fær hraðasekt, hver veit. Ég sé allavega skýrt að þið eruð ekki að ná að stýra umferðinni og þurfið að gera betur, og ég vona þið sjáið það líka.
Þegar 38% ökumanna keyra á ólögmætum hraða þá kann það að vera merki um að eitthvað vanti upp á merkingar. Það er ekki svo að rúmlega þriðjungur ökumanna ætli sér að keyra of hratt.
Það merkilega er að þessi hámarkshraði gildir líka á tímum þegar ekki er verið að vinna þarna. Rétt eins og á öðrum framkvæmdasvæðum er takmarkaður hámarkshraði ekki fjarlægður um nætur eða helgar. Maður ‘læðist’ um á 30 þar sem ekki kjaftur er að vinna. Er það ekki einum of….?
Framkvæmdir í Reykjavík í kvöld og aðfaranótt miðvikudags:
20 - 07 fer fram vegavinna á Suðurlandsvegi og verður vegurinn lokaður í báðar áttir á milli Olís í Norðlingaholti og gatnamóta við Nesjavallaleið. Hjáleið verður um Hafravatnsveg.
20 - 04 þarf að loka alveg fyrir umferð í vesturátt á brúnni yfir Kringlumýrarbraut á Bústaðavegi.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát og tillitssemi.
... Sjá meiraSjá minna
0 CommentsComment on Facebook