Í bóknámi skal gefa nemendum einkunnir eða vitnisburð fyrir frammistöðu þeirra í einstökum námsgreinum. Gefa skal einkunnir í heilum og hálfum tölum frá 0 – 10 en fyrir verklegar úrlausnir er heimilt að meta frammistöðu nemanda með vitnisburði svo sem “fullnægjandi” eða “stóðst”.

Sé einkunn byggð upp að hluta til af verkefnavinnu og að hluta til af skriflegu prófi, er gerð krafa um að nemandi nái lágmarkseinkunninni 5,0 á skriflega prófinu til að standast próf í námsgreininni.

Til þess að standast próf í einstakri námsgrein þarf nemandi að fá lágmarkseinkunnina 5,0. Meðaltal einkunna má þó ekki vera lægra en 6,0 til að standast próf.

Nái nemandi ekki lágmarkseinkunn í einni námsgrein skal hann eiga endurtökurétt einu sinni en falli hann í tveimur námsgreinum eða meðaleinkunn, telst hann hafa fallið á náminu.